Félags- og faggreinafundur í Reykjavík

Félags- og faggreinafundur í Reykjavík
Félags- og faggreinafundur var haldinn 24. nóvember í Reykjavík.  Stefán Úlfarsson frá ASÍ fór yfir kjaraþróun.  Hann sagði kreppun hvíla eins og skugga yfir væntanlegum kjarasamningum.  Hann taldi að koma þyrfti meiri snúning á hjól atvinnulífsins, atvinnuleysi væri um 7,5% og komandi kjarasamningar yrði að setja í samhengi við heildarmyndina.  Stefán fór yfir þróun kaupmáttar undanfarna mánuði og svaraði fyrirspurnum úr sal.  Hér eru glærur frá Stefáni.Hilmar Harðarson formaður FIT fór yfir kröfugerð Samiðnar sem unnið hefur verið að undanfarið.  Mikill vilji er fyrir þríhliða "þjóðarsátt" þó væri mikil tortryggni í garð stjórnvalda og því hölluðust menn að því að binda yrði í lög það sem samið yrðu um við stjórnvöld.  Mikil áhersla yrði á jöfnun lífeyrisréttinda og prósentu hækkun launa.  Hilmar fór einnig yfir kröfur sem unnar hafa verið vegna samninga við ríkið og sveitarfélög og svaraði fjölmörgum fyrirspurnum.Kristján Örn Sigurðsson framkv.stj. Sameinaða lífeyrirssjóðsins rakti helstur kennitölur og rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna.  Hann taldi að sameina þyrfti sjóði og fækka þeim í 6 til 7.  Síðan svaraði hann mörgum fyrirspurnum.

Hægt er að skoða fleiri myndir frá fundinum hér.