Félags- og faggreinafundur í Reykjanesbæ

Félags- og faggreinafundur í Reykjanesbæ

Félags- og faggreinafundur var haldinn í gær 25. nóvember í Reykjanesbæ.  Stefán Úlfarsson hagfræðingur ASÍ fór yfir kjaraþróun síðustu ára. Þar kom fram að meðaltekjur iðnaðarmanna hafa lækkað um 15% á síðastliðnum 3 árum. Stefán sagði að atvinnuleysi virtist fara minnkandi meðal iðnaðarmanna en það er 12 til 13% í dag og taldi hann mikið atrið að tekið yrði á hinu mikla atvinnuleysi hér á landi svo það festist ekki í sessi eins og í mörgum nágranna löndum okkar. Hann taldi að þrátt fyrir hóflegar kauphækkanir í komandi kjarasamningum gæti það gefið okkur aukinn kaupmátt þar sem verðbólga væri komin niður í 2,6%.

Hilmar Harðarson fór yfir kröfugerðina og sagði frá kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem haldin var í október síðastliðin. Hann sagði að lögð yrði áhersla á það að iðnaðarmanna félögin hefðu náið samstarf við komandi samningagerð og ef samið verði til 2 til 3 ára yrði það gert með skýrum endurskoðunar ákvæðum. Nokkur umræða var um undirverktöku og kennitölu flakk. Hilmar svaraði fjölmörgum fyrirspurnum um kröfugerðina frá félagsmönnum.Gylfi Jónasson framkv.stj. Festu lífeyrissjóðs fór yfir stöðu sjóðsins og þakkaði félaginu fyrir þetta frumkvæði að bjóða sér að kynna starfsemi Festu lífeyrissjóðs. Gylfi sagði að umsóknum um örorku hafi fjölgað mikið á árinu 2009 en hafi fækkað aftur árið 2010 . Hann sagði að fáir eða engir lífeyrissjóðir á Íslandi kæmu til með að ná því markmiði að ná 3,5% raunávöxtun á árinu 2010. Mikil umræða var um lífeyrissjóðsmálin og svaraði Gylfi síðan fjölmörgum fyrirspurnum úr sal.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér.