Félags- og faggreinafundur í Reykjanesbæ | |
Félags- og faggreinafundur var haldinn í gær 25. nóvember í Reykjanesbæ. Stefán Úlfarsson hagfræðingur ASÍ fór yfir kjaraþróun síðustu ára. Þar kom fram að meðaltekjur iðnaðarmanna hafa lækkað um 15% á síðastliðnum 3 árum. Stefán sagði að atvinnuleysi virtist fara minnkandi meðal iðnaðarmanna en það er 12 til 13% í dag og taldi hann mikið atrið að tekið yrði á hinu mikla atvinnuleysi hér á landi svo það festist ekki í sessi eins og í mörgum nágranna löndum okkar. Hann taldi að þrátt fyrir hóflegar kauphækkanir í komandi kjarasamningum gæti það gefið okkur aukinn kaupmátt þar sem verðbólga væri komin niður í 2,6%. Hilmar Harðarson fór yfir kröfugerðina og sagði frá kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem haldin var í október síðastliðin. Hann sagði að lögð yrði áhersla á það að iðnaðarmanna félögin hefðu náið samstarf við komandi samningagerð og ef samið verði til 2 til 3 ára yrði það gert með skýrum endurskoðunar ákvæðum. Nokkur umræða var um undirverktöku og kennitölu flakk. Hilmar svaraði fjölmörgum fyrirspurnum um kröfugerðina frá félagsmönnum. |