Félags- og faggreinafundur á Selfossi

Félags- og faggreinafundur á Selfossi
Félags- og faggreinafundur var haldinn á Selfossi mánudaginn 29. nóvember.  Á fundinum fór Stefán Úlfarsson hagfræðingur ASÍ yfir efnahagsmálin, atvinnuástandið og launamál.  Hilmar Harðarson formaður sagði frá kjaramálaráðstefnu Samiðnar og því að samningsumboðið væri hjá Samiðn. Kristján Örn Sigurðsson frá Sameinaða lífeyrissjóðnum sagði frá sjóðnum, starfsemi hans og þeirri þjónustu sem hann veitir.  Að lokum var svarað fyrirspurnum úr sal.Hægt er að skoða fleiri myndir hér.