Nýr kjarasamningur við Alcan á Íslandi


Í dag var undirritaður nýr kjarasamningur við FIT vegna starfsmanna Alcan á Íslandi (ISAL).  Samningurinn tekur mið af þeim hækkunum sem orðið hafa að undanförn á almennum markaði auk þess sem gerðar eru breytingar á bónus og ýmsum öðrum þáttum.  Samningurinn gildir til 31. desember 2014.  Samningurinn verður kynntur starfsmönnum á næstu dögum og borinn undir atkvæði.