Ljósmyndasamkeppni


Enn á ný efnir FIT til samkeppni meðal félagsmanna um ljósmynd sumarsins. Að þessu sinni er þema keppninnar frjálst og því verður spennandi að sjá hugmyndaauðgi félagsmanna. Reglur keppninnar eru einfaldar en þær eru að myndin þarf að vera frá félagsmanni, maka hans eða barni. FIT áskilur sér rétt til að birta innsendar myndir í fréttabréfi og á vef félagsins.Veitt verða þrenn verðlaun en þau eru vikudvöl í einhverju orlofshúsi FIT á Íslandi utan sumarleigutímabils. Þátttakendur senda inn myndir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ásamt skýringum á myndinni, netfangi og símanúmeri. Skilafrestur er til 31. október 2011.