Námsskeið á Selfossi

Námsskeið á Selfossi  

Það verður haldið námskeið sem heitir "Áhættumat fyrir lítil fyrirtæki" 14. september kl. 16 - 19 á Selfossi.

Á námskeiðinu er litlum fyrirtækjunum hjálpað af stað við að gera áhættumat á störfum þeim sem unnin eru í fyrirtækinu og farið í gegnum hugmyndafræðina í kringum áhættumatsgerðina.

Kynnt verður áhættumatseyðublað sem sniðið er að þörfum lítilla fyrirtækja en starfsemi í slíkum fyrirtækjum er oftar en ekki einfaldari en í stærri fyrirtækjum.

Einnig er kennd áhættugreining sem notuð er fyrir mismunandi verklegar framkvæmdir. Nauðsynlegt er fyrir alla verktaka að hafa innsýn í áhættugreiningar sem tilheyra oft útboðsgögnum frá verkkaupum eða stærri verktökum.

Vinnueftirlitið hefur eftirlit með reglugerð nr. 920/2006 um "Skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum" en þar er kveðið á um að öll fyrirtæki, allt frá einyrkjum og uppúr, skuli gera "Skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði" fyrir sína starfsemi, en slík áætlun inniheldur áhættumat á störfum starfsmanna.

Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrum og verkefnavinnu.

Kennari er Guðmundur Kjerúlf.

Námskeiðið verður haldið 14. september kl. 16 - 19 á Austurvegi 56 á Selfossi.

Fullt verð: kr. 12.500. Verð til aðila IÐUNNAR er kr. 2.500.

Skráning á heimasíðu Iðunnar og í síma 590 6400.