Nýr kjarasamningur við Alcan felldur í atkvæðagreiðslu


Nýr kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins f.h. Alcan á Íslandi annars vegar og FIT Félags iðn- og tæknigreina, Verkalýðsfélagsins Hlífar, VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambandsins Íslands vegna Félag íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, VR og Matvís var felldur í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í gær þriðjudag 6. september.  

Á kjörskrá voru 385 og greiddu 352 atkvæði eða 88,8%.  

sögðu 102 eða 29,8%
Nei sögðu 238 eða 69,6%
Auðir og ógildir seðlar voru 2 eða 0,06%.

Farið verður yfir stöðuna á næstunni hjá viðsemjendum og hlutaðeigandi verkalýðsfélögum.