Námsskeið - Náttúran í garðinum


Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi við FIT heldur námskeiðið "Náttúran í garðinum" fimmtudaginn 22. september kl. 9 - 16 og föstudaginn 23. september kl. 9 - 16 að Reykjum í Ölfusi.  Sjá auglýsingu hér.

Námskeiðið Náttúran í garðinum (Den vilde have) er einkum ætlað þeim sem sjá um hönnun og gerð náttúrulegra garða/svæða, einnig þeim sem sjá um umhirðu þeirra og umsjón, s.s. landslagsarkitektum, garðyrkjustjórum, umhverfisstjórum, skrúðgarðyrkjumönnum, garðyrkjumönnum sveitarfélaga og kirkjugarða og öðru áhugafólki um náttúrugarða.

Kveikjan að námskeiðinu er bók Jens Thejsen, Den vilde have, sem kom út árið 2009 og hefur höfundurinn í kjölfarið haldið fjölda námskeiða víðs vegar um Norðurlöndin um þetta efni. Jens er okkur Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann oft komið hingað til Íslands og haldið margvísleg námskeið á garðyrkjusviðinu. Til gamans má geta þess að í bók Jens, Den vilde have, er þó nokkuð af myndum sem hann hefur tekið á Íslandi. Á námskeiðinu verður fjallað um þann innblástur frá náttúrunni sem hægt er að nýta við skipulag og hönnun grænna svæða, hvort sem um er að ræða stærri svæði eða heimagarða. Fjallað er um náttúrugarðinn út frá fegurðargildi, vistfræði, varðveislu menningararfs og dýralífi og hvernig hægt er að skapa garða með náttúruna sem fyrirmynd. Komið verður inn á uppbyggingu og efnisval miðað við íslenskar aðstæður og aðgengi að slíku efni og í lokin verða sýnd nokkur dæmi um vel heppnaða náttúrugarða. Fyrri daginn verður m.a.farið í skoðunarferð um nærsveitir Reykja þar sem skoðuð verða svæði sem geta veitt námskeiðsgestum innblástur til góðra verka.

Kennarar: Jens Thejsen kennari við DCJ Beder garðyrkjuskólann í Danmörku, Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur, Oddur Hermannsson landslagsarkitekt, Samson B. Harðarson, landslagsarkitekt, Birgir Axelsson skrúðgarðyrkjufræðingur. ofl. sérfræðingar. Jens flytur erindi sín á dönsku og verður það túlkað yfir á íslensku.

Tími: Fimmtudagur 22. sept. kl 9:00 – 16:00 og föst. 23. sept. kl. 09:00-16:00 (18 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi. Verð: 24.900kr (Kaffi fyrir- og eftir hádegi, hádegismatur, gögn og rúta innifalin í verði)

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 4.900kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.