Raunfærnimat í bílgreinum

Raunfærnimat í bílgreinum  

Hefur þú starfað við bílamálun, bifreiðasmíði eða bifvélavirkjun í 5 ár eða lengur. Vilt ljúka námi í greininni? Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig.

Margir hafa í gegnum áralanga reynslu á vinnumarkaðnum byggt upp umtalsverða færni í ákveðinni iðngrein, en ekki lokið námi. Þessir einstaklingar búa yfir raunfærni sem vert er að skoða og meta. Mat á raunfærni er mikil hvatning til náms fyrir einstaklinga á vinnumarkaðanum og gefur þeim tækifæri á að ljúka námi á sínum forsendum.

Tilgangur raunfærnimats er að draga fram og meta fjölbreytilega þekkingu og færni sem einstaklingurinn býr yfir. Með raunfærni er átt við samanlagða færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa IÐUNNAR fræðsluseturs í síma 590-6400 eða með tölvupósti, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .