Heldrimannaferð


Laugardaginn 24. september 2011 býður Félag iðn- og tæknigreina félagsmönnum sem náð hafa 67 ára aldri eða verða 67 ára á árinu í árlega óvissuferð. Lagt  verður af stað frá Borgartúni 30 kl. 10:00 stundvíslega. Fararstjóri verður Sveinn Ingason og hann einn veit hvert farið verður. 

Fyrir þá sem eru að fá boð um að fara í fyrsta sinn skal upplýst að ferðirnar eru að kostnaðarlausu.

Félag iðn- og tæknigreina mun bjóða til hádegisverðar á leiðinni og í síðdegiskaffi. Við gerum svo ráð fyrir að vera aftur í Borgartúni um kl. 18.00.

Skráning er á skrifstofum félagsins eða í síma 535 6000 fyrir fimmtudaginn 22. september.