Samið við Norðurál

Samið við Norðurál

Í dag var skrifað undir viðauka við kjarasamning milli Norðuráls annars vegar og FIT og fjögurra annarra stéttarfélaga hins vegar vegna endurskoðunar launaliðar.  Samkomulagið verður kynnt á næstu dögum.  Niðurstöðu atkvæðagreiðslu um samning þennan skal tilkynna fyrir kl. 16:00 mánudaginn 3. október nk., ella skoðast hann samþykktur.