Afhending sveinsbréfa


Fimmtudaginn 29. september næst komandi fer fram afhending sveinsbréfa í iðngreinum sem eru innan Félags iðn- og tæknigreina og Fagfélagsins og viðkomandi meistarafélaga. Hófið hefst kl. 19:00 og er að Skipholti 70 2. hæð. Boðsbréf hafa verið send út til þeirra sem fá sveinsbréf afhend og gesta.