Afhending sveinsbréfa

   
Í gær, fimmtudag 29. september fengu 93 nemar í 7 iðngreinum afhent sveinsbréf á sameiginlegu hófi sveina- og meistarafélaga í bílgreinum og byggingagreinum sem haldin var í Skipholti 70. Flestir luku sveinsprófi í húsasmíði eða 34 talsins, 14 luku prófi í pípulögnum, 13 í málaraiðn, 9 í bifvélavirkjun, 9 í bílamálun, 7 í múraraiðn, 6 í bifreiðasmíði og 1 í húsgagnasmíði.

Sveinar í húsasmíði

Í tilefni dagsins héldu Félag iðn- og tæknigreina, Fagfélagið og
meistarafélögin nýsveinunum veglegt hóf þar sem kennarar, meistara, ættingjar og vinir samglöddust með nýsveinunum.


Sveinar í bifvélavirkjun


Sveinar í bílamálun

Fleiri myndir frá útskriftinni má skoða hér.


Sveinar í bifreiðasmíði


Sveinar í pípulögnum


Sveinar í málaraiðn


Sveinar í múraraiðn


Sveinn í húsgagnasmíði