Nýr kjarasamningur við Alcan á Íslandi


Á miðvikudag 5. október var skrifað undir nýjan kjarasamning vegna starfsmanna Alcan á Íslandi.  Samningurinn er að mestu samhljóða kjarasamningi sem undirritaður var í ágúst en var felldur í atkvæðagreiðslu.  Samningurinn verður kynntur starfsmönnum Alcan á næstu dögum og að því loknu borinn undir atkvæði.