Viðhald á orlofshúsum


Vegna viðhaldsvinnu verða orlofshúsin á Vogi á Mýrum og Skógarási lokuð fram yfir áramót. Ákveðið hafði verið að fara í viðhald og endurbætur á Skógarási 1 en vegna óvæntra atvika varð einnig að fara í endurbætur á Vogi.  Ákveðið að nota tækifærið og fara í róttækari endurbætur heldur en sú viðgerð sem framkvæma verður kallaði á.  Auglýst verður á heimasíðunni þegar að húsin verða opnuð á ný.