Félags- og faggreinafundur í Reykjanesbæ


Félags- og faggreinafundur var haldinn í Reykjanesbæ í gær 10. nóvember.  Hilmar Harðarson kynnti niðurstöður átaksins „leggur þú þitt af mörkum?“ og svaraði spurningum félagsmanna um skýrslunna.

Gylfi Jónasson, framkvæmdarstjóri Festu lífeyrissjóðs fór yfir rekstur sjóðsins. Mikil umræða var um lífeyrissjóðsmálin og svaraði Gylfi síðan fjölmörgum fyrirspurnum úr sal. Næsti félags- og faggreinafundur verður mánudaginn 14. nóvember kl. 12 í Vestmannaeyfum í Kaffi Kró.

Skoða fleiri myndir frá fundinum.