Námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ


Eftirfarandi námskeið eru í boði á vegum Endurmenntunar LbhÍ:

 Heimavinnsla mjólkurafurða - Ostagerð


Á námskeiðinu verður farið í einstaka þætti ostaframleiðslu. Framleiðsla einstakra ostategunda skoðuð til að fá tilfinningu fyrir hver er munur á vinnsluaðferðum á t.d. skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum. Sýnikennsla og verklegar tilraunir gerðar með einfalda framleiðslu. Farið yfir heimaframleiðslu í samanburð við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt ýtarlega um tæki, tól og aðstöðu, sem þarf fyrir hverja ostategund. Tími gefinn í umræður um framleiðsluaðstæður og möguleika þáttakenda á heimavinnslu mjólkurafurða.

Leiðbeinandi: Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkurverkfræðingur
Staður og stund: (tvö námskeið)
· fös. 18.nóv. kl 10:00-17:00 (8,0 kennslustundir) í samstarfi við Matarsmiðju Matís á Flúðum
· lau. 19. nóv. kl 10:00-17:00 (8,0 kennslustundir) Heimaland undir Eyjafjöllum. (með fyrirvara um breytingar)
Verð: 13.500.- kr. Ostagerðabókin innifalin í verði.
Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Heimavinnsla mjólkurafurða – Ísgerð

Námskeiðslýsing:
Að þátttakendur öðlist færni í ísgerð til heimabrúks. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hyggjast fara út í ísframleiðslu. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verklegri kennslu/sýnikennslu. Helstu efnisþættir: Saga og þróun ísgerðar, fræðsla um hráefni og efnasamsetningu íss, mismunandi aðferðir við ísgerð og ísblönduútreikningar. 

Leiðbeinandi:
Jón Brynjar Birgisson mjólkurfræðingur og ísáhugamaður. 
Stund og Staður:
(tvö námskeið)
· lau. 19. nóv. kl 10:00-17:00 (8,0 kennslustundir) hjá Lbhí í Hveragerði. (með fyrirvara um breytingar) 
· þri. 22. nóv. kl 10:00-17:00 (8,0 kennslustundir) hjá Lbhí í Hveragerði. (með fyrirvara um breytingar)

Verð: 13.500.- kr. Ísgerðarbók innifalin í verði. 
Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími). 
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Aðventuskreytingar

Námskeiðið er opið öllum, hentar sérstaklega vel þeim sem vinna í blómaverslunum eða hafa það í hyggju sem og áhugafólki. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.

Síðustu fjórar vikurnar fyrir jól kallast aðventa eða jólafasta. Þessi tími er samofinn blómum, greni og jólaskreytingum, allt gert til að undirbúa jólahátíðina og veita smá birtu inn í skammdegið. Námskeið er byggt upp bæði sem sýnikennslu og verklegt kennsla. Settar verða saman í bland einfaldar og flóknari skreytingar sem hafa það sameiginlegt að tengjast jólum á einn eða annan máta. Nemendur fá tækifæri til að setja saman sínar eigin jólaskreytingar með handleiðslu fagmanns og taka í lokin með heim afrakstur dagsins.

Kennari: Guðrún Brynja Bárðardóttir brautarstjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ.
Tími: Þri. 22. nóv, kl. 10:00-16:00 í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi (8 kennslustundir).
Verð: 16.900kr (efni innifalið, kaffi og hádegismatur)
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2.900kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.

Sjá nánar hér.

Haft verður samband við þátttakendur nokkrum dögum áður en námskeið hefst og þeir beðnir um staðfesta þátttöku. Eftir að námskeið hefst er greiðsluseðill sendur til greiðanda. Vinsamlegast athugið að ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið, en hefur ekki tilkynnt forföll með formlegum hætti til endurmenntunardeildar LBHÍ áður en námskeið hefst, eða hættir eftir að námskeið er hafið, þá mun LBHÍ innheimta 50% af námskeiðsgjaldi. Ef biðlisti er á námskeiðinu, mun námskeiðsgjaldið innheimt að fullu.