Eftirfarandi námskeið eru í boði á vegum Endurmenntunar LbhÍ: Heimavinnsla mjólkurafurða - Ostagerð Á námskeiðinu verður farið í einstaka þætti ostaframleiðslu. Framleiðsla einstakra ostategunda skoðuð til að fá tilfinningu fyrir hver er munur á vinnsluaðferðum á t.d. skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum. Sýnikennsla og verklegar tilraunir gerðar með einfalda framleiðslu. Farið yfir heimaframleiðslu í samanburð við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt ýtarlega um tæki, tól og aðstöðu, sem þarf fyrir hverja ostategund. Tími gefinn í umræður um framleiðsluaðstæður og möguleika þáttakenda á heimavinnslu mjólkurafurða. Leiðbeinandi: Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkurverkfræðingur Staður og stund: (tvö námskeið) · fös. 18.nóv. kl 10:00-17:00 (8,0 kennslustundir) í samstarfi við Matarsmiðju Matís á Flúðum · lau. 19. nóv. kl 10:00-17:00 (8,0 kennslustundir) Heimaland undir Eyjafjöllum. (með fyrirvara um breytingar) Verð: 13.500.- kr. Ostagerðabókin innifalin í verði. Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími). Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Heimavinnsla mjólkurafurða – Ísgerð Námskeiðslýsing: Að þátttakendur öðlist færni í ísgerð til heimabrúks. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hyggjast fara út í ísframleiðslu. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verklegri kennslu/sýnikennslu. Helstu efnisþættir: Saga og þróun ísgerðar, fræðsla um hráefni og efnasamsetningu íss, mismunandi aðferðir við ísgerð og ísblönduútreikningar. Leiðbeinandi: Jón Brynjar Birgisson mjólkurfræðingur og ísáhugamaður. Stund og Staður: (tvö námskeið) · lau. 19. nóv. kl 10:00-17:00 (8,0 kennslustundir) hjá Lbhí í Hveragerði. (með fyrirvara um breytingar) · þri. 22. nóv. kl 10:00-17:00 (8,0 kennslustundir) hjá Lbhí í Hveragerði. (með fyrirvara um breytingar) Verð: 13.500.- kr. Ísgerðarbók innifalin í verði. |