IÐAN fræðslusetur í samvinnu við FIT og MFS stendur fyrir þremur námskeiðum fyrir byggingamenn á Suðurlandi. Námskeiðin verða haldin á Selfossi í febrúar, mars og apríl og stendur skráning yfir. Hér er hægt að skoða auglýsingu um námskeiðin.
Brunaþéttingar - 11. febrúar 2011 Iðnmeistarinn er ábyrgur fyrir brunaþéttingum í sínu fagi.
Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingaframkvæmdum. Farið er í gegnum reglur um brunaþéttingar og fjallað um efni sem notuð eru til brunaþéttinga. Að loknu námskeiði fá þátttakendur viðurkenningu frá Brunamálastofnun.
Kennari verður Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur hjá Brunamálastofnun og verður námskeiðið haldi á Selfossi, föstudaginn 11. febrúar, frá kl. 13.00 - 17.00.
Fullt verð: 12.000 kr. Verð til aðila IÐUNNAR: 3.000 kr.
Raki og mygla í húsum - 18. mars 2011 Mikilvægasta skrefið er að læra að þekkja og fyrirbyggja rakavandamál í húsnæði.
Fjallað verður um raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka í byggingarefnum. Farið verður yfir helstu galla á byggingafræðilegum lausnum og helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum og hvernig megi koma í veg fyrir þau. Farið verður lauslega í loftun og útreikninga á rakastreymi gegnum byggingarhluta, fjallað um byggingaraka og greiningu rakaskemmda. Fjallað verður um lífsskilyrði myglusveppa, hvar þeir þrífast og hvernig má finna þá og uppræta.
Kennarar verða þau Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, BSc í líffræði og meistaranemi í lýðheilsuvísindum og Kristinn Alexandersson, byggingatæknifræðingur, VSÓ ráðgjöf. Námskeiðið fer fram á Selfossi, föstudaginn 18. mars, frá kl. 13.00 - 19.00.
Fullt verð: 20.000 kr. Verð til aðila IÐUNNAR: 4.000 kr.
Sólpallar og skjólgirðingar - 9. apríl 2011 Hönnun, útfærsla og smíði
Þetta námskeið fjallar um hönnun og smíði trépalla og skjólgirðinga. Góð hönnun tryggir notagildi og skjól á pallinum, á meðan vönduð smíði lengir líftíma palls og eykur fegurð umhverfis. Skoðaðar eru ýmsar útfærslur og hvernig hægt er að mynda gott samræmi milli húss, palls og skjólgirðinga. Sérstaklega er fjallað um veðurfar en skjól er forsenda þess að góðir útivistardagar á pallinum verði sem flestir. Farið er yfir gerð grindarteikninga, útfærslu og smíði. Einnig er farið yfir helstu timburtegundir, festingar, undirstöður og frágang. Námskeiðið er í fyrirlestraformi stutt fjölda ljósmynda og teikninga. Hvatt verður til umræðu í tímum og geta þátttakendur komið með spurningar um eigin verkefni. Kennari er höfundur bókarinnar „Draumagarður" og fá þátttakendur eintak af bókinni.
Kennari er Björn Jóhannsson landslagsarkitekt. Námskeiðið fer fram á Selfossi, laugardaginn 9. apríl, kl. 9.00 - 16.00.
Fullt verð: 20.000 kr. Verð til aðila IÐUNNAR: 4.000 kr.
Skráning fer fram á heimasíðu IÐUNNAR fræðsluseturs. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á IDAN.IS | |