Námskeið í SketchUp þrívídarforritinu

Námskeið í SketchUp þrívídarforritinu  

Endurmenntunarskóla Tækniskólans heldur námskeið í SketchUp þrívíddarforritinu þann 7. febrúar.  Námskeiðið er uppbyggt þannig að það henti sem flestum bæði tækni- og iðnmenntuðum einstaklingu sem og áhugamönnum um tölvuteikningar.

SketchUp þrívíddarforrit

Þrívíddar forritið SketchUp kemur frá Google, forritið geta allir nálgast ókeypis á netinu, https://sketchup.google.com . Auk þess að vera frítt þá er helsti kostur forritsins sá að vera sett upp á afar einfaldan og þægilegan hátt, notendur forritsins eiga því mjög auðvelt með að ná tökum á notkun þess.

Forritið nýtist öllum þeim sem hafa áhuga á því að teikna og gefur það notandanum tækifæri á að sjá teikningar sínar í réttum hlutföllum í þrívídd. Það að sjá hlutina í þrívídd gefur mun betri skilning á því sem verið er að teikna, það má því einnig nýta forritið til að leysa úr flóknum byggingarhlutum. Forritið hentar fyrir margvíslegar teikningar, sem dæmi má nefna teikningar af húsbyggingum, sólpöllum, innréttingum, innra skipulagi húsa, lóðum og jafnvel húslögnum.

Á námskeiðinu munu nemendur kynnast notkun SketchUp forritsins en farið verður í helstu grunnatriði þess með það að markmiði að gera nemendurna færa um að nota SketchUp til að hanna og skapa í þrívídd. Námskeiðið verður þannig uppbyggt að það henti sem flestum bæði tækni- og iðnmenntuðum einstaklingum sem og áhugamönnum um tölvuteikningar.

Grunnþekking í tölvunotkun er nauðsynleg.

Kennari: Finnur Ingi Hermannsson

Tími: mánudögum og miðvikudögum frá 7. - 21. febrúar 2011 kl. 18:00 - 21:00.

Námskeiðsgjald: 37.000

Staðsetning: Nánar auglýst síðar.

Nánari upplýsingar um námskeiðið fást í Endurmenntunarskólanum í S:  514-9602 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..