Heilsurækt fyrir 1.500 - 2.000 kr. á mánuði Alþýðusamband Íslands, ASÍ, og Samtök heilsuræktarstöðva, SHS, hafa framlengt rammasamningi frá 6. febrúar 2009 um að styrkja einstaklinga í atvinnuleit til að stunda heilsurækt. Atvinnuleysi hér á landi hefur stóraukist undanfarið vegna erfiðs efnahagsástands. Að mati Alþýðusambands Íslands og Samtaka heilsuræktarstöðva eru það ótvíræðir hagsmunir einstaklinganna og þjóðfélagsins alls að atvinnuleitendum sé gefinn kostur á að rækta líkamlegt og andlegt atgervi. Færðar hafa verið sönnur á að regluleg hreyfing sé mikilvæg undirstaða heilbrigðis.
Vegna þessara aðstæðna hafa ASÍ fyrir hönd aðildarfélaga sinna og neðangreindar heilsuræktarstöðvar ákveðið að framlengja gildistíma samningsins til og með 31. desember 2011.
FIT styrkir félagsmenn sína sem hafa misst vinnuna og eru atvinnulausir um kr. 2.000 að lágmarki á mánuði til að stunda heilsurækt. Heilsuræktarstöðvar innan SHS sem aðilar eru að verkefninu veita þessum viðskiptavinum að lágmarki 50% afslátt á greiðslu af mánaðarkortum stöðvanna.
Atvinnulausum félagsmönnum FIT stendur áfram til boða mánaðarkort á sérkjörum með stuðningi félagsins. Algengasta verð er frá 1.500 til 2.000 kr. á mánuði.
Til að njóta framangreindra kjara þarf félagsmaður að koma á skrifstofu félagsins með síðustu greiðslukvittun frá Atvinnuleysistryggingasjóði eða staðfestingu á að viðkomandi hafi skráð sig atvinnulausan. Á skrifstofu félagsins er jafnframt hægt að fá allar frekari upplýsingar um verð og aðra skilmála hjá mismunandi heilsuræktarstöðvum. Eftirtaldar heilsuræktarstöðvar eru þátttakendur í verkefninu: Árbæjarþrek, Baðhúsið, Bjarg, Dansrækt J.S.B., Hress, Hreyfing, Sporthúsið, Toppsport, og World Class.
Verð og skilmálar Heiti stöðvar - Heimilisfang - Mánaðarkort - Til félagsmanns
Baðhúsið - Brautarholti 20 Reykjavík - 4.000 kr. - 2.000 kr. Gildir til kl. 17:00 virka daga. Engar takmarkanir um helgar www.badhusid.is
Bjarg - Bugðusíðu 1 Akureyri - 5.250 kr. - 3.250 kr. Gildir kl. 10:00 - 16:00 virka daga. Engar takmarkanir um helgar www.bjarg.is
Dansrækt J.S.B. - Lágmúla 7-9 Reykjavík - 4.000 kr. - 2.000 kr. Gildir í opna tíma og tækjasal milli kl. 07:00 og 16:00 www.jsb.is Heilsuborg - Faxafeni 14 Reykjavík - 4.000 kr. - 2.000 kr. Engar takmarkanir. www.heilsuborg.is
Hress - 2 staðir Hafnarfjörður - 3.700 kr. - 1.700 kr. Engar takmarkanir www.hress.is
Hreyfing - Álfheimum 74 Reykjavík - 4.000 kr. - 2.000 kr. Gildir til kl. 16:00 á daginn www.hreyfing.is Hreyfing - fjarþjálfun 2 - Óstaðbundið - 4.000 kr.- 2.000 kr. Engar takmarkanir www.hreyfing.is Sporthúsið - Dalsmára 9-11 Kópavogi - 3.590 kr. - 1.590 kr. Engar takmarkanir www.sporthusid.is
World Class - allar stöðvar 7 stöðvar 5 sveitarfélög - 4.000 kr. - 2.000 kr. Gildir kl. 08:00 - 11:00 og 13:30 - 16:00 mánudaga til laugardaga, Engar takmarkanir sunnudaga www.worldclass.is |