Verðlaunahátíð nýsveina 2011

Verðlaunahátíð nýsveina 2011

Á hverju ári veitir Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík þeim sveinum sem náð hafa frábærum árangri á sveinsprófi verðlaun og meisturum þeirra viðurkenningu. Verðlaunahátíðin var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 5. febrúar.

Að þessu sinni voru 21 nýsveinn heiðraður úr 13 iðngreinum.

Iðnaðarmaður ársins 2011 var valinn Dóra Guðbjört Jónsdóttir, gullsmiður. Hún lauk sveinsprófi 1954 og á því að baki langan feril sem gullsmiður. Hún stundaði nám bæði nám í Svíþjóð og Þýskalandi.