Staða og framtíð náms í flutningagreinum

Staða og framtíð náms í flutningagreinum

Starfsgreinaráð samgöngu-, farartækja- og flutningsgreina á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis boðar til upplýsingafundar um stöðu menntunar í flutningagreinum. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 25. febrúar 2011, kl 08.30 - 11.00 í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35, í fundarsal á 6. hæð.

Meginmarkmið þessa fundar er að vekja áhuga á námi í flutningagreininni innan formlega skólakerfisins hér á landi. Framsögumenn munu kynna hvernig staðan er í dag og varpa ljósi
á mikilvægi þessarar faggreinar til framtíðar á Íslandi.

Dagskrá:

08:30 - 08:40 Morgunkaffi
08.40 - 08.50 Setning
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu
08:50 - 09:10 „Frá Brasilíu til Búðardals"
Auður Þórhallsdóttir fulltrúi SA í starfsgreinaráði samgöngu-, farartækja- og flutningsgreina
09:10.- 09:30 Hvað þarf til að verða forstjóri flutningafyrirtækis?
Emil B. Karlsson forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar
09:30 - 09:50 Hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Jón B. Stefánsson skólameistari Tækniskólans
09:50 - 10:10 Diplómanám í flutningafræðum við Opna háskólann í HR
Kristján M. Ólafsson hagverkfræðingur, rekstrarráðgjafi hjá Netspor og stundakennari við HR
10:10 - 10:30 Ísland í lykilhlutverki í samgönguneti framtíðar
Húni Heiðar Hallsson lögfræðingur og heimskautaréttarfræðingur
10:30 - 11:00 Umræður

Fundarstjóri er Ólafur Finnbogason fulltrúi SA í starfsgreinaráði samgöngu-, farartækja- og flutningsgreina

Fundurinn er opinn og þátttakendum að kostnaðarlausu. Kaffi og meðlæti.  Skráning er á edda(hjá)idan.is eða lisbet(hjá)svth.is.

Hér má skoða auglýsinguna.