Helstu tegundir aldintrjáa

Helstu tegundir aldintrjáa
Endurmenntun LbhÍ heldur námskeið í samstarfi við FIT sem heitir "Helstu tegundir aldintrjáa - ræktun, umhirða, uppskera" þann 21. mars.  Skráning er til 17. mars hjá LbhÍ.

Námskeiðið er ætlað þeim er framleiða og selja aldintré, þeim sem koma að klippingu og almennri umhirðu trjáplantna og þeim sem huga að aldinframleiðslu.
Fjallað verður um val á yrkjum miðað við vaxtarstað, yrki sem reynst hafa vel og þau sem verið er að prófa á Íslandi. Farið verður yfir helstu reglur í klippingu og formun yngri og eldri aldintrjáa með sýnikennslu. Fjallað verður um blómgun, frævun og aldinsetningu helstu tegunda aldintrjáa. Komið verður inn á vöxt og vaxtarstýringu helstu tegunda, aldingæði og uppskeru, laufblöð og blaðgæði auk þess sem fjallað verður um helstu sjúkdóma og meindýr í aldinræktun og varnir gegn þeim. Jarðvegi og áburðargjöf í aldinræktun verða gerð sérstök skil.

Kennarar: Henrik Jensen, Jordbrugstekniker, sérfræðingur í ræktun berja og aldintrjáa, eigandi Gyldenmose frugt í Danmörku. Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir garðyrkjufræðingur, Ólafur S. Njálsson garðyrkjufræðingur, Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur og Úlfur Óskarsson, skógfræðingur.

Tími: Mán. 21. mars, kl. 9:00 - 16:15 og þri. 22. mars kl 9:00 - 16:00 (18 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Verð: 26.900 kr. (innifalið eru m.a. námskeiðsgögn og veitingar báða dagana).

Skráning til 17. mars.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 6.900 kr. (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.