Greinagott námskeið í grisjun

Greinagott námskeið í grisjun  Þann 2. apríl gekkst FIT fyrir námskeiði í meðferð keðjusaga og notkun þeirra. Aðsókn var frekar dræm en 5 manns tóku þátt. Þátttakendur voru á hinn bóginn mjög ánægðir því þeir fengu fyrir vikið mikla og góða kennslu á námskeiðinu. Námskeiðið var tvískipt og var fyrst farið yfir meðferð og öryggismál við notkun á keðjusög og þann öryggisbúnað og hlífðarfatnað sem þarf að vera í, og hvernig á að brýna slíkar sagir. Eftir hádegi var farið í æfingaferð upp í reit FIT í Heiðmörk , þar sem unnið var við grisjun fram eftir degi. FIT vill sérstaklega þakka Garðheimum fyrir lán á verkfærum og öryggisfatnaði.   Hér má skoða myndir frá námskeiðinu.