Námskeið fyrir félagsmenn FIT | |
FIT stendur fyrir námskeiðinu "Að smíða úr viði við og við." Námskeiðið verður haldið 9. apríl n.k. kl. 10:00 - 16:00. Þátttökugjald er kr. 1.000 . Á námskeiðinu verður boðið uppá snarl í hádeginu. Ennþá er opið fyrir skráningu er hafin og þarf að skrá sig hjá Þjónustuskrifstofu iðnfélaga í síma 535 6000 í síðasta lagi að hádegi á föstudag 8. apríl og gefa þarf upp kortanúmer til greiðslu á námskeiðsgjaldi. Að smíða úr viði við og við FIT stendur fyrir námskeiði í notkun og smíði úr hráviði, laugardaginn 9. apríl n.k. kl. 10.00 - 16.00. Kennt verður hvernig nýta má efnivið úr grisjun og útbúin útihúsgögn svo sem, bekkur, kollur og fleira. Kennarar verða helstu sérfræðingar landsins í faginu. Námskeiðið verður haldið í aðstöðu skógræktarinnar við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk. |