Að smíða úr viði við og við

Að smíða úr viði við og við  

Námskeiðið "Að smíða úr viði við og við" var haldið 9. apríl síðastliðinn.  Alls skráðu 10 manns sig til þátttöku.  Á námskeiðinu spreytt þátttakendur sig á alls konar verkefnum, allt frá því að smíða sköft á ostaskera upp í líkön af garðbekkjum og stólum.  Þátttakendur voru gríðarlega ánægðir í námskeiðslok og er því fyrirhugað að bjóða upp á ný námskeið í haust.   Hægt er að skoða myndir af námskeiðinu hér.