Kjarasamningur undirritaður vegna Elkem | |
Í morgun var undirritaður kjarasamningur milli SA og stéttarfélaganna sem eiga aðilda að kjarasamningi við Elkem. Kjarasamningurinn felur í sér um 9% hækkun á launataxta og bónus og gildir frá 1. janúar 2011 til þriggja ára. 1. febrúar 2012 hækka laun um 3,3% og 1. febrúar 2013 um 3,0%. Auk fyrrgreindra hækkunar ætlar fyrirtækið að greiða hverjum starfsmanni aukalega sem nemur einum mánaðarlaunum, er það gert vegna góðrar afkomu fyrirtækisins á síðasta ári. |