Hátíðardagskrá 1. maí 2011

Hátíðardagskrá 1. maí 2011

Skipulögð hátíðardagskrá verður 1. maí í Reykjavík, á Akranesi, í Reykjanesbæ, á Selfossi og í Vestmannaeyjum fyrir félagsmenn FIT.  Við hvetjum félagsmenn okkar til að mæta.  Sjá nánar hér að neðan.

Reykjavík

Það verður kröfuganga í Reykjavík.  Kröfuganga dagsins fer frá Hlemmi.  Safnast verður saman á horni Snorrabrautar og Laugavegar kl. 13:00.  Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu.  Gönguleið: Gengið niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Austuvöll.  Ræðumenn flytja örræður meðan gangan stendur yfir.  Útifundurinn hefst á Austurvelli kl. 14:10.  Kaffiveitingar í Kiwanishúsinu við Engjateig að lokinni dagskrá á Austurvelli.  

Fundarstjóri verður Ingvar Vigur Halldórsson, stjórnarmaður Eflingu.  Ávörp flytja Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ, Garðar Hilmarsson, 2. varaformaður BSRB og Heiða Karen Sæbergsdóttir, formaður Samband íslenskra framhaldsskólanema.  Hljómsveitin Dikta leikur nokkur lög.  Sjá nánar dagskránna hér.

Akranesi

Á Akranesi verður safnast saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga.  Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.

Fundarstjóri verður Vilhjálmur Birgisson og ræðumaður dagsins Stefán Skafti Steinólfsson verkamaður.  Grundartangakórinn syngur nokkur lög og boðið verður upp á kaffiveitingar.  Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00.  Sjá nánar dagskránna hér.

Reykjanesbæ

Í Reykjanesbæ verður hátíðardagskrá í Stapa ásamt kaffiveitingum í boði stéttarfélaganna.  Húsið opnar kl. 13:45.  Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tóna.  Kynnir verður Guðbrandur Einarsson, formaður VS.  Georg Georgsson, formaður Rafiðnaðarfélags Suðurnesja setur hátíðina.  Ræðumaður dagsins verður Hilmar Harðarson, formaður félagsins.  Sýnd verða atriði úr revíu Leikfélags Keflavíkur og Sönghópurinn Orfeus syngur nokkur lög.

Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík kl. 13:00.  Sjá nánar dagskránna hér.

Selfossi

Hátíðarganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00. Félagar í Sleipni fara fyrir göngunni á hestum. Lagt verður af stað frá Tryggvatorgi og gengið að Austurvegi 56 á Selfossi. Að lokum verður gestum boðið í morgunkaffi í sal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna að Austurvegi 56.

Kynnir verður Björgvin Franz.  Margrét Ingþórsdóttir formaður Verslunarmannafélags Suðurlands setur hátíðina og ræður halda Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags og Gunnlaugur Bjarnason nemandi við FSu.  Lúðrasveit Selfoss og Karlakór Selfoss flytja nokkur lög.

Íslandus ísbar fagna deginum með andlitsmálningu og tilboðsverði á ís fyrir börnin og bjóðum fullorðna fólkinu að gæða sér á ískaffinu okkar milli klukkan 12 og 14.  Félagar í Bifreiðaklúbbi Suðurlands verða með fornbíla til sýnisHátíðahöldin í Vestmannaeyjum.  Sjá nánar dagskránna hér.

Vestmannaeyjar

1. maí 2011 verður haldinn hátíðlegur í Eyjum eins og undanfarin ár. Dagskráin byrjar með guðsþjónustu í Landakirkju kl. 14.00.  Fulltrúar launafólks sjá um ritningarlesturinn. Eftir guðsþjónustu er haldið í Alþýðuhúsið.  Kl. 15.00 Baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í boði stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum. Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins flytur 1. maí ávarpið. Tónlistarskóli Vestmannaeyja sér um tónlistina.  Sjá nánar dagskránna hér.