Þokast í samkomulagsátt

Þokast í samkomulagsátt

Nokkuð góður gangur er í samningaviðræðum Samiðnar og SA og tókst í gærkvöldi að ganga frá nokkrum mikilvægum málum. Eftir standa þó viðræður um launaliðinn og var samningafundur í morgun hjá ríkissáttasemjara og var áherslan þá á lagfæringu lágmarkslauna en búið er að ganga frá almennum breytingum á launum. Menn eru hóflega bjartsýnir á að samningar takist í dag en vissulega þokast samningagerðin í rétta átt. Fyrirhugaðar eru viðræður við ríkið, Reykjavíkurborg, sveitafélögin, Meistarasamband byggingamanna, Bílgreinasambandið auk ýmissa sérsamninga.