Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins

5. maí 2011  // Viðræðunefnd Samiðnar undirritaði í kvöld nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til þriggja ára.  Samningurinn felur í sér almennar launahækkanir upp á rúmlega 11% á samningstímanum og hækkun á launatöxtum um kr. 34.000 auk hækkunar á orlofs- og desemberuppbót og eingreiðslu kr. 50.000 sem greiðist út við undirskrift.

Sjá nánar heimasíðu Samiðnar.