Golfmót Samiðnar

Golfmót Samiðnar  

Árlegt golfmót Samiðnar verður haldið í Öndverðarnesi fimmtudaginn 2. júní n.k. (uppstigningardag).  Mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaganna og eru félagsmenn FIT hvattir til að taka þátt.  Mótið er punktamót með og án forgjafar og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin auk þess sem Samiðnarstyttan er veitt fyrir besta skor og Samiðarbikarinn veittur bestu sveitinni. Þá eru veitt verðlaun í unglingaflokki (16 ára og yngri), nándarverðlaun og gestaverðlaun.

Mótsgjald er kr. 3000 og skráning  er á Þjónustuskrifstofu iðnfélaganna, Borgartúni 30, í síma 5356000 eða í tölvupósti helga(hjá)samidn.is og þarf að gefa upp nafn, kennitölu, forgjöf og stéttarfélag. Svo golfarar - takið Uppstigningardaginn frá fyrir gott mót á góðum velli í góðum félagsskap!

Nánar um Golfvöllinn í Öndverðarnesi.