Út í bláinn í Vestmannaeyjum

Út í bláinn í Vestmannaeyjum

Ferðahópurinn Út í bláinn heimsótti Vestmannaeyjar í gær. Hópurinn sem taldi um 50 manns fór með rútu frá Borgartúni 30 uppúr kl. 7 og silgdi með Herjólfi úr Landeyjahöfn kl 10. Hópurinn dvaldi svo í góðu yfirlæti í Eyjum og skoðaði helstu sögustaði. Haldið var heim á leið kl 17:30 og komið til Reykjavíkur uppúr kl 20:00. Mjög gott veður var í Eyjum en öskuský lá yfir suðurlandinu og truflaði sýn. Allir þátttakendur voru ánægðir með ferðina og töldu að Andrés fararstjóri hefði rambað einstaklega vel út í bláinn í þetta skipti.Á myndinni má sjá hópinn í Landeyjahöfn á heimleið. Eins og sést er mistur í lofti og himininn öskugrár í bakgrunni.