Opið til að kjósa

Opið til að kjósa
Rafræn atkvæðagreiðsla vegna kjarasamninga sem skrifað var undir fyrr í maí stendur yfir og eru félagsmenn kvattir til þátttöku. Opið er á skrifstofum FIT í dag mánudag frá kl. 18 til kl. 20 fyrir þá félagsmenn sem ekki hafa aðgang að tölvu til að kjósa. Einnig verður hægt að kjósa á skrifstofum félagsins á morgun fram til kl. 16 þegar kosningu lýkur.