Samantekt á launabreytingum 1. júní 2011

Samantekt á launabreytingum 1. júní 2011

Launahækkanir eru kr. 12.000 á alla umsamda taxta. Sjá launatöflu hér eða velja viðeigandi samning og er þá launatafla aftast í samningnum. Þarna er einnig að finna yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og sameiginleg mál ASÍ og SA

Ef starfsmaður er yfirborgaður eru hækkunin 4,25% þann 1. júní.
Bannað er með lögum að greiða lægri laun en umsamda taxta þannig að ef þau eru lægri en taxti þegar 4,25% hefur verið bætt ofaná, ber að hækka viðkomandi upp á taxta. Í þessu sambandi er sérstaklega bent á nýjan 7 ára taxta.

Aðrir kjaratengdir liðir taka sömu breytingum hlutfallslega á sömu dagsetningum, nema um annað hafi samist.  Með umsaminni almennri launahækkun í kjarasamningum aðildarsamtaka ASÍ og BGS er átt  við lágmarkshækkun þeirra reglulegu launa sem starfsmaður nýtur á þeim degi þegar hækkun skv. kjarasamningi á að koma til framkvæmda, óháð launum viðkomandi starfsmanns.

Óheimilt er að lækka eða afnema yfirborganir með því að greiða ekki út almennar launahækkanir. Yfirborganir verða því aðeins lækkaðar eða afnumdar að fylgt sé ákvæðum ráðningarsamnings. Þetta ákvæði kemur þó ekki í veg fyrir að fyrirtæki geti með launaákvörðunum flýtt hækkunum með sérstökum ákvörðunum og þá sé með fyrirsjáanlegum og fyrirfram ákveðnum hætti tekið tillit til óframkominna almennra hækkana ánæstu 12 mánuðum. Starfsmanni sé fyrirfram gert ljóst með sannanlegum hætti að um flýtta almenna launahækkun samkvæmt kjarasamningi sé að ræða.

Eingreiðsla til útborgunar í 1. júní er kr. 50.000, tekur öll launatengd gjöld, líka orlof.
Starfsmenn sem létu af störfum í apríl fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í mars og apríl. Starfsmenn sem hófu störf í apríl eða fyrstu fimm dagana í maí og eru í starfi í maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í apríl og maí. Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt í samræmi við starfshlutfall.

Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2011 verður orlofsuppbót kr. 26.900
Á árinu 2011 greiðist sérstakt álag á orlofsuppbót, kr. 10.000, nema að ASÍ hafi ákveðið að samningarnir gildi til loka janúar 2012.
Sjá útreikning orlofsuppbótar.

FIT lítur svo á að séu 10.000 krónurnar ekki greiddar nú um mánaðarmótin (maí-júní) verði að greiða þær út 22. júní ef samþykkt hefur verið að samningurinn gildi til 2014. (sem allt bendir til að verði)

Ef fleiri spurningar vakna þá hafið samband við Þjónustuskrifstofu iðnfélaga í síma 535 6000.