Afhending sveinsbréfa

Afhending sveinsbréfa  

Síðast liðinn föstudag 27. maí fengu 42 nemar í 4 iðngreinum afhent sveinsbréf á sameiginlegri hátíð sveina- og meistarafélaga í bílgreinum, byggingagreinum og málm- og véltæknigreinum sem haldin var í Skipholti 70. Flestir luku sveinsprófi í pípulögnum eða 15 talsins, 10 húsasmíðir, 10 vélvirkjar og 7 bifvélavirkjar fengu einnig afhend sveinsbréf.

Í tilefni dagsins héldu Félag iðn- og tæknigreina, Fagfélagið og
meistarafélögin nýsveinunum veglegt hóf þar sem kennarar, meistara, ættingjar og vinir samglöddust með nýsveinunum.

Fleiri myndir frá útskriftinni má skoða hér.