Samið við Reykjavíkurborg

Samið við Reykjavíkurborg

Viðræðunefnd Samiðnar undirritaði í gærkvöldi nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg til þriggja ára. Launahækkanirnar verða:

1. júní 2011 upp á kr. 12.000 þó að lágmarki 4,6%
1. mars 2012 upp á kr. 11.000 þó að lágmarki 3,5%
1. mars 2013 upp á kr. 11.000 þó að lágmarki 3,5%


Við samþykkt kjarasamningsins greiðist sérstök eingreiðsla kr. 50.000, hverjum starfsmanni í fullu starfi sem er við störf í maí og miðast greiðslan við fullt starf í mánuðum mars-maí.

Starfsmenn sem hófu störf á tímabilinu 1. mars til 31. maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Sama gildir um þá sem létu af störfum á tímabilinu.  Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt hlutfallslega miðað við starshlutfall og starfstíma.  Greiðsla þessi skal innt af hendi eigi síðar en 1. júlí 2011.

Starfsmenn sem eru við störf þann 1. febrúar 2012 fá greidda sérstaka eingreiðslu, kr. 25.000.- miðað við fullt starf. Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall 1. febrúar 2012.

Gert er ráð fyrir að samningurinn verði kynntur og afgreiddur í byrjun næstu viku.

Sjá samninginn.