Nýjar Evrópugerðir um plöntuvarnarefni

   

Umhverfisstofnun stendur fyrir kynningarfundi um nýjar Evrópugerðir um plöntuvarnarefni þriðjudaginn 17. janúar n.k. kl. 15:00-16:00 í húsnæði stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík. Fjallað verður um breytingar í umhverfi þeirra sem flytja inn, selja og nota plöntuvarnarefni hér á landi samfara innleiðingu á reglugerð EB 1107/2009 um markaðssetningu plöntuvarnarefna og tilskipun 2009/128/EB um sjálfbæra notkun varnarefna. Til fundarins er boðið þeim aðilum hér á landi sem tengjast málflokknum á einhvern hátt.

Aðgangur er ókeypis. Vinsamlegast skráið þátttöku hjá Umhverfisstofnun í síma 591-2000 eða með tölvuskeyti á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Nánari upplýsingar veitir Björn Gunnlaugsson sérfræðingur, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Upplýsingar um reglugerðina og tilskipunina má finna á heimasíðu stofnunarinnar sjá hér