Styrkir til vinnustaðanáms

   

Félagið vill vekja athygli á að atvinnurekendur geta sótt um styrki til vinnustaðanáms. Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.  Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2012.  Nánari upplýsingar eru hér.