Orlofsumsókn 2012

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarleigu orlofshúsa, tjaldvagnaleigu, húsið á Spáni og ferðatilboð.  Einhverjar truflanir hafa verið við innskráningu og val en verið er að vinna í að laga kerfið og er vonast til þess að því ljúki á morgun fimmtudaginn 2. febrúar.  Ef umsókn er ekki send inn strax en búið er að skrá inn nokkra valmöguleika er alltaf hægt að hætta og fara inn síðar og halda áfram með umsóknina.  Því fleiri valmöguleikar sem eru nýttir því meiri möguleikar eru á að úthlutun.  Hægt er að sækja um hér.

 

Í orlofshúsabæklingnum kemur fram að gefinn er kostur á sex valmöguleikum.  Þar sem umsóknir eru eingöngu á netinu þá er hægt að bjóða upp á allt að 20 valmöguleika.


Lokað verður miðvikudaginn 29. febrúar fyrir umsóknir.  Allir eiga að hafa fengi svar við umsókninni 7. mars.  Þeir sem fá úthlutun þurfa að hafa greitt 21. mars og þann 22. mars verður það sem ekki leigist sett á orlofsvefinn og þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær.

 

Þegar sótt er um þá er skráð inn kennitala og lykilorð síðan er valiðf "Sumar 2012" fyrir orlofshúsin á Íslandi en "Spánn og ferðatilboð 2012" ef sækja á um íbúðina á Spáni eða ferðatilboð.  Velja þarf hús og svo tímabil.

 

Sumarleiga orlofshúsa innanlands hefst föstudaginn 8. júní. Leigutímabil er frá kl. 16:00 á föstudegi til 12:00 næsta föstudag. Verð á vikuleigu verður kr. 20.000.

Tjaldvagnaleiga verður í sumar líkt og undanfarin ár. Leigan er frá fimmtudegi til miðvikudags og er kr. 15.000.

Húsið á Spáni verður leigt á kr. 60.000.- fyrir 2 vikur. Skiptidagar verða á miðvikudögum . Sumarleiga hefst 16. maí og lýkur 22. ágúst. Hvert tímabil er hálfur mánuður.

Reglur um endurgreiðslu. (annað en húsið í Orlando)
Alltaf er haldið eftir 10% af leigu og punktafrádráttur 
ef um var að ræða forgangsúthlutun.  Endurleigist húsið eða vagninn er allt nema 10% endurgreitt sem inneign á orlofsvef FIT.


Ferðaávísanir. Líkt og undanfarin sumur verður boðið uppá ferðaávísanir á vegum ÚrvalsÚtsýnar, Plúsferða og Sumarferða. Sækja þarf um og sá sem fær úthlutun þarf að greiða kr 5.000.-
en fær í staðinn afsláttarkóða upp á kr. 35.000.- sem hann slær inn við kaup á ferð hjá einhverju af áðurtöldum ferðaaðilum.