Stafræn ljósmyndun byggingahluta námskeið fyrir byggingamenn verður haldið 14. febrúar á Selfossi. Námskeið er fyrir fagmenn í byggingaiðnaði sem þurfa að taka myndir vegna vinnunnar og eru í flestum tilfellum með litlar einfaldar vasamyndavélar. Farið er í grundvallaratriði ljósmyndunar með stafrænni myndavél, hvaða stillingar eru í boði á myndavélinni, s.s. ljósop, hraði, ISO, WB og hvernig á að nýta þær í mismunandi aðstæðum. Komið er inn á atriði eins og hvað eru jpeg, pixlar og dpi. Farið verður yfir flutning mynda úr myndavél yfir í tölvu, eftirvinnslu þeirra og skipulagningu myndasafna í Picasa myndvinnsluforriti sem allir geta nálgast frítt á Netinu. Gefin góð ráð varðandi myndatökur og myndbyggingu. Kennari er Silja Rut Thorlacius.
Skráning á heimasíðu Iðunnar og í síma 590 6400.
|