Atvinnuleysisbætur - hlutabætur

ASÍ hefur gef út eftir farandi vegna fyrirspurna sem borist hafa vegna einstaklinga sem voru á hlutabótum á móti hlutastarfi, skv. bráðabirgðaákvæðinu við lög nr. 54/2006 sem féll niður um áramótin og óvissu um túlkun og framkvæmd sem komið hefur upp er rétt að benda á eftirfarandi:

1. Hafi breyting á ráðningarsambandi (þ.e. minnkum starfshlutfallsins) verið tímabundin og einstaklingur telur sig þar með vera í rétti til að fara aftur í fyrra starfshlutfall þá ber atvinnurekanda að verða við því. Vilji atvinnurekandi minnka starfshlutfalli varanlega ber honum að segja upp ráðningarsamningi starfsmanns og bjóða honum þá endurráðningu í minna starfshlutfalli.

2. Hafi samkomulag starfsmanns og atvinnurekanda um skert starfshlutfall ekki falið í sér rétt starfsmanns til að fara aftur í fyrra starfshlutfall, þ.e. að um varanlega breytingu á starfshlutfalli var að ræða, eða að viðkomandi starfsmaður var ráðinn í skert starfshlutfall strax í upphafi og naut hlutabóta skv. bráðabirgðaákvæðinu á móti gildir eftirfarandi regla: Starfsmaður sækir um og á rétt á að fara á hlutabætur skv. almennum ákvæðum laganna um atvinnuleysistryggingar. Sama gildir um starfsmann skv. 1. tölulið að undangenginni uppsögn og þá að uppsagnartímanum liðnum.