Námskeið um ÍST - 30

   

Námskeið fyrir byggingamenn um ÍST - 30 verður haldið fimmtudaginn 16. febrúar kl. 16 - 20 að Skúlatúni 2, Reykjavík á vegum Iðunnar í samstarfi við Staðlaráð Íslands.  ÍST – 30, almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir kom út endurskoðaður þann 9. janúar 2012 er í töluvert breyttri mynd frá því sem verið hefur bæði hvað varðar uppsetningu og innihald. Á námskeiðinu verður farið í gegnum mikilvægustu efnisgreinar og breytingar sem gerðar hafa verið og áhrif þeirra á samskipti verktaka og verkkaupa. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Staðlaráð Íslands.

Nýi staðallinn er hluti námskeiðsgagna.  (Verð á staðlinu er kr. 5.246 með vsk samkvæmt verðlista Staðlaráðs Íslands)Kennari er Arngrímur Blöndahl, verkefnastjóri hjá Staðlaráði Íslands. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 16. febrúar kl. 16 - 20 að Skúlatúni 2, Rvk.

Fullt verð: kr. 12.000. Verð til aðila IÐUNNAR er kr. 2.500.

Skráning á heimasíðu Iðunnar og í síma 590 6400.

 

Sjá auglýsingu.