Námskeið fyrir byggingamenn um varmadælur verður haldið föstudaginn 17. febrúar kl. 13 - 18 á vegum Iðunnar fræðsluseturs. Varmadælur geta sparað verulegan kostnað við kyndingu húsa á köldum svæðum. Á þessu námskeiði er í boði að afla sér þekkingar á varmadælum og notkun þeirra í byggingum. Farið í uppbyggingu og gerðir varmadæla, tengingar, stillingar og lokafrágang.
|