Iðan fræðslusetur og eigendur Iðunnar létu gera könnun til að kanna hug iðnaðarmanna til ýmissa þátta í starfi sínu. Könnunin fór fram dagana 15. nóvember til 15. desember 2011. Í úrtakinu voru 3.061 sveinn útskrifaður á árunum 1980-2009, og svöruðu 2.108. Tekið var 250 manna úrtak úr hverri iðngrein nema í þeim tilvikum þegar þýði var undir 250.
Hér má sjá heildarskýrslu. |