Atvinnumessa í Laugardagshöll


rh object-9097

Vinnumálastofnun gekkst fyrir svokallaðri „Atvinnumessu“ í Laugardalshöll fimmtudaginn 8. mars. Tilgangur Atvinnumessu er að upplýsa og fræða atvinnuleitendur en einnig voru kynnt um þúsund ný tækifæri í störfum og starfsþjálfun á höfuðborgarsvæðinu. Ráðgjafar- og ráðningarþjónustur buðu upp á skráningar og leiðbeindu atvinnuleitendum um hentug störf, umsóknarferli og atvinnuviðtöl. Ýmis stéttarfélög, þar á meðal FIT, voru með kynningar á starfsemi sinni og veittu upplýsingar. Þetta er annað árið í röð sem Vinnumálastofnun gengst fyrir svona átaki, en í ár var þetta hluti af átakinu Vinnandi vegur en markmið þess er að skapa 1.500 ný störf fyrir atvinnuleitendur fyrir lok maí.

 

rh object-9117


rh object-9141

rh object-9177