Námskeið í blómaskreytingum

Endurmenntun LbhÍ býður upp á áhugaverð námskeið á sviði blómaskreytinga nú í mars mánuði. Námskeiðið er einkum ætlað faglærðum blómaskreytum eða þeim sem hafa starfað við fagið í einhvern tíma. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi alla þá grunnþekkingu sem til þarf er kemur að blómaskreytingum. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Námskeiðin eru kennd í bland á íslensku, dönsku og ensku.

Brúðkaupsskreytingar

Gitte setur mikinn metnað í að brúðarvendir, brúðarskreytingar, borðskraut og aðrar skreyt-ingar uppfylli allar óskir brúðhjónanna. Hún leggur mikla áherslu á samspil forms og lita og hvað hæfir hverri persónu sem best. Hún leggur ríka áherslu á að nýta vel þann efnivið sem nærumhverfið hefur upp á að bjóða.


Kennari: Gitte Nielsen blómaskreytir.

Tími: 21.-23. mars, kl. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi (gamli Garðyrkjuskóli ríkisins).

Verð: 49.000kr (Námsgögn, kaffi og hádegismatur innifalið í verði sem og allur efniskostnaður upp á 30.000kr.)

Útfaraskreytingar

 

Þegar sorg ber að garði koma blómaskreytar ákaflega oft inn í ferli syrgjenda. Mikilvægt er því að leggja mikla alúð og vinnu við gerð skreytinga sem fylgja eiga hinum látna og um leið að skreytingarnar veiti þeim sem eftir eru ákveðna sefjun og huggun. Gitte nýtir mikið efnivið úr nærumhverfi sínu í sínar skreytingar. Hún mun sýna aðferðir við að nýta mismunandi vír og perlur í bland við grænt efni og blómstrandi blóm.

 

Kennari: Gitte Nielsen blómaskreytir.

Tími: 28.-29. mars, kl. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi (gamli Garðyrkjuskóli ríkisins).

Verð: 36.000kr (Námsgögn, kaffi og hádegismatur innifalið í verði sem og allur efniskostnaður upp á 25.000kr.)

 

Þeir sem taka bæði námskeiðin hjá Gitte Nielsen fá 15% afslátt af seinna námskeiðinu.

 

Skráningar: endurmenntun(hjá)lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000. 

 

Skoða auglýsingum um námskeiðin.