Tryggingar í byggingaiðnaði

Námskeið fyrir byggingamenn um "Tryggingar í byggingaiðnaði" verður haldið 22. mars á Selfossi.  

 

Leiðsögn í gegnum frumskóginn

 

Á námskeiðinu verður farið yfir allar helstu vátryggingar, sem til álita koma vegna einstaklinga og fyrirtækja, sem starfa við byggingaiðnað, þýðingu þerra, bótasvið og hvernig bætur eru ákvarðaðar. Farið verður yfir eðli og tilurð vátrygginga, helstu reglur sem gilda um vátryggingarsamninga og samskipti við vátryggingafélög og hvernig tjónamál eru afgreidd. Helstu tryggingategundir sem farið verður yfir eru tryggingar á fasteignum og lausafé, rekstrar- og ábyrgðartryggingar auk persónutrygginga, einkum slysa- og sjúkratryggingar. Farið verður sérstaklega yfir viðbrögð þegar vinnuslys ber að höndum, reglur um tilkynningu þeirra, bótaábyrgð og vátryggingabætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma og tengsl við aðrar stoðir bótakerfisins á Íslandi, svo sem almannatryggingar og lífeyrissjóði. Í umfjölluninni verður stuðst við ýmis dæmi eftir því sem við verður komið.

 

Kennarar: Sérfræðingar í varmadælum.

Staðsetning: Austurvegur 56, Selfossi.

Tími: Fimmtudagur 22. mars, kl. 16:00 - 20.00 Lengd: 5 kennslustundir.

Fullt verð: 15.000 kr.

Verð til aðila IÐUNNAR: 3.000 kr. 

 

Skráning á www.idan.is og í síma 590 6400.

 

Skoða auglýsingum um námskeiðin.