Ráðstefna um varmadælur

Lagnafélag Íslands heldur ráðstefnu um varmadælur í samvinnu við Iðuna fræðslusetur, Félag pípulagningameistara, Mannvirkjastofnun, Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands, fimmtudaginn 22. mars 2012, kl. 13.00, í Lagnakerfamiðstöð Íslands.


Hver framsögumaður hefur 15 mín fyrir framsögu + 5 mín til að svara fyrirspurn úr sal.


Ráðstefnustjóri: Kristján Ottósson framkvæmdastjóri Lagnafélags Íslands.


Fundarstjóri: Dr. Valdimar K. Jónsson verkfræðingur.


Tilgangur ráðstefnunnar: Er að kynna varmadælu sem orkugjafa til húshitunar og nýtingu hennar á svæðum landsins þar sem hitaveita er ekki til staðar. Varmadælur eru varmaflutningskerfi og nýta varma úr umhverfinu eins og lofti, jörðu eða vatni. Á ráðstefnunni er sýnt fram á, að hátt orkuverð hér á landi gerir varmadælur að góðum valkosti til upphitunar borið saman við beina rafhitun. Þá kemur varmadæla sterklega til greina sem hitagjafi húsa vegna þeirra eiginleika að skila út meiri varmaorku en sú raforka sem fer til varmaframleiðslunar.


Dagskrá:


kl.13.00 Fræðin á bak við varmadælur.

dr. Oddur B. Björnsson verkfræðingur, Verkís.


Efnistök.

1.1 Hvað er varmadæla?

1.2 Virkni varmadælu

1.3 Gerðir varmadæla


kl.13.20 Hönnun og val á varmadælu.

Þór Gunnarsson BSc. véltæknifræðingur, Ferill.


Efnistök.

2.1 Hvað er lagt til grundvallar við val á varmadælu ?

2.2 Helstu hönnunarforsendur og útreikningar

2.3 Hvert er heppilegasta hitunarkerfið fyrir varmadælu ?

2.4 Hvaðan kemur varminn?

2.5 Hver er hagkvæmasti varmagjafinn?

 

Kl.13.40 Tenging varmadælu við húskerfi.

Gunnlaugur Jóhannesson, pípulagningameistari Verklagnir.

 

Efnistök.

3.1 Hverjir koma að tengingu varmadælu við húskerfi ?

3.2 Hvernig tengist varmadæla við mismunandi hitunakerfi í húsum.

3.3 Hvað ef um er að ræða ólík hitakerfi í sama húsi ‚

3.4 Hvað þarf að varast við uppsetningu varmadælu

3.5 Viðhald og ending varmadælu

 

kl.14.00 Haghvæmni varmadælu.

Benedikt Guðmundsson byggingartæknifræðingur verkefnisstjóri orka í dreifbýli Orkustofnun.

 

Efnistök.

4.1 Aðkoma opinbera aðila – hverjir fá styrki

4.2 Markhópur – hverjir og hvar er líklegast að varmadælur verði notaðar ?

4.3 Orkuverð-hvað sparast ?

4.4 Hver er endurgreiðslutími – mismunandi forsendur

4.5 Fjármögnun, stofnkostnaður

4.6 Rekstrarkostnaður

 

kl.14.20 Hlé og kaffitími:

 

kl.14.40 Lög, reglugerðir og vottanir.

Hjálmar Jónsson MPM BSc. Byggingartæknifr., Bygg,fullt. R.vík.

 

Efnistök.

5.1 Hvaða lög og reglugerðir gilda um hönnun og uppsetningu á varmadælu ?

5.2 Vottanir – frá hverjum, íslenskar erlendar ?

5.3 Ábyrgðir innflytjenda og iðnmeistara ?

 

5.4 Úttektir

 

kl.15.00 Samantekt á framsögum á ráðstefnunni.

Sveinn Áki Sverrisson MPM BSc véltæknifræðingur Háskólinn í Reykjavík

 

Efnistök:

6.1 Samantekt á framsögum á ráðstefnunni.

 

kl.15.20 Ráðstefnuslit.

 

Ráðstefnan verður gefin út í Lagnafréttum nr. 40.  

 

Aðgangur að ráðstefnunni kr. 3.000.

 

Ráðstefnan er öllum opin.