Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa - námskeið


Námskeið þessi eru ætluð fagfólki í garðyrkju, þeim er framleiða og selja aldintré, þeim sem koma að klippingu og almennri umhirðu trjáplantna og þeim sem huga að aldinfram­leiðslu, s.s. starfsmenn sveitarfélaga, kirkjugarðanna, garðyrkjufyrirtækja o.fl

Ræktun og umhirðu ávaxtatrjáa 1– fyrir fagfólk

Haldið í samstarfi við FIT, Félag iðn– og tæknigreina

Upprifjun á líffræði ávaxtaplantna, myndun blómbruma og blómgun og aldinmyndun. Fjallað verður um val á yrkjum miðað við vaxtarstað, sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Farið verður yfir kröfur ávaxtategunda til jarðvegs og hvernig best er að undirbúa jarðveg fyrir ávaxtaræktunina miðað við næringarþörf og áburðargjöf. Jafnframt verður komið inn á klippingu og umhirðu ávaxtaplantna í ræktun, vaxtarmótun og grisjun blóm-/aldinvísa.


Tími: Mán. 23. apríl, kl. 9:00 – 16:00 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi.
Verð: 14.000 kr. (innifalið eru m.a. námskeiðsgögn og veitingar).
Kennarar: Henrik Jensen, Jordbrugstekniker, sérfræðingur í ræktun berja og aldintrjáa í Danmörku og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur.

Ræktun og umhirðu ávaxtatrjáa 2– fyrir fagfólk

Haldið í samstarfi við FIT, Félag iðn– og tæknigreina

Farið yfir klippingar á ungum ávaxtatrjám, klippingar til að hvetja blómgun og myndun ávaxta. Fjallað verður um mótun á vaxtarlagi trjáa fyrir lítið vaxtarrými en hámarks myndun ávaxta þar sem kostir og gallar aðferða vaxtarmótunarinnar verða ræddir og bent á nýjar aðferðir. Farið verður yfir mikilvægi súlutrjáa í litla garða og mikilvægi grunnstofna í vaxtar­stýringu plantna. Komið verður inn á plöntuvernd í ávaxtaræktun, aðferðir og eðli viðbragða. Fjallað verður um uppskeru og meðferð afurða.


Tími: Fim. 26. apr, og fös. 27. apr, kl 9:00–16:00 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi.
Verð: 26.900 kr. (innifalið eru m.a. námskeiðsgögn og veitingar báða dagana).
Kennari: Henrik Jensen, Jordbrugstekniker, sérfræðingur í ræktun berja og aldintrjáa í Danmörku.

Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.