Ferskar viðarnytjar og tálgutækni


FIT heldur námskeið Ferskar viðarnytjar og tálgutækni fyrir félagsmenn.  Námskeiðið er um 10 klst.  Það hefst föstudaginn 4. maí kl. 18-22 og er framhaldið kl. 10-17 á laugardeginum 5. maí.

 

Vegna góðrar reynslu á síðasta ári hefur FIT ákveðið að bjóða félagsmönnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

 

Farið verður í gegnum grunnþætti tálgutækninnar, að tálga með hníf og exi og vinna í ferskan við og lesa í form hans og eiginleika. Búin verða til búsáhöld, hnífar og skeiðar, bolla/krúsir og settur saman einn stóll eða bekkur þar sem gömul tækni er notuð og sett saman þurrt og blautt efni. Þátttakendur læra þurrkaðferðir og yfirborðsmeðhöndlun gripanna. Lögð er áhersla á góða umgengni við bitáhöld, hnífa, exi, klippur, sagir o.fl. áhöld. Einnig eru kenndar brýningaraðferðir og skefting gamalla áhalda/verkfæra. Gott er að þátttakendur séu í vinnufatnaði og klæði sig eftir veðri í skógarferð sem er hluti af námskeiðinu, að læra að sækja sér efni í garða og skóg. Námskeiðið verður tengt reit félagsins í Heiðmörk. Vonandi verður hægt að baka brauð yfir eldi og fá sér ketilkaffi/súkkuðlaði í lok námskeiðsins.

 


Námskeiðið verður haldið í aðstöðu skógræktarinnar við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk.

Skráningargjald er kr. 1.000 á fjölskyldu. Boðið er uppá snarl í hádeginu.

 

Skráning fer fram hjá Þjónustuskrifstofu iðnfélaga í síma 535 6000 fyrir miðvikudaginn 2. maí og gefa þarf upp fjölda þáttakanda og kortanúmer til greiðslu á skráningargjaldigjaldi.